• Forseti minnist Ingunnar Einarsdóttur í Hólavallagarði. Mynd Lisa Nowinski.
  • Forseti ásamt stjórn DÍS, fv. Linda Karen Gunnarsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústson og Anna Berg Samúelsdóttir. Mynd Lisa Nowinski.
Fréttir | 27. ágú. 2025

Merkur frumkvöðull í dýravernd

Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) minntist Ingunnar Einarsdóttur, frumkvöðuls í dýravernd hérlendis, með viðburði við leiði hennar í Hólavallagarði. Ingunn fæddist 27. september 1850, fyrir réttum 175 árum, og var í tilefni þess afhjúpað upplýsingaskilti sem DÍS lét gera í samstarfi við Kvennaár og Kirkjugarða Reykjavíkur. Forseti flutti ávarp við athöfnina og sagði Ingunni sameina margt af því sem hún sjálf vildi leggja áherslu á í embætti, þar með talið "frumkvæði og kraft kvenna, samkennd með mönnum, dýrum og náttúru, og baráttu fyrir betra samfélagi, ekki síst í þágu þeirra sem ekki hafa rödd eða aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér". Við athöfnina tók formaður DÍS, Linda Karen Gunnarsdóttir, einnig til máls og söngkonurnar Helga Margrét Clarke og Gunnur Arndís Halldórsdóttir fluttu tónlist.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar