• Forseti og samhentir forystumenn skógræktar við gróðursetningu á Varmalandi.
Fréttir | 29. ágú. 2025

Skógrækt og mannrækt

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands fer fram í Félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi í Borgarfirði dagana 29. til 31. ágúst. Forseti ávarpaði fundinn á fyrsta degi og gróðursetti einnig tré í skógræktarreit á staðnum. Í ávarpi sínu ræddi hún meðal annars um tengsl skógræktar og mannræktar og hvatti til samstillts átaks á því sviði, til að mynda undir merkjum víxlyrkju. „Markmiðið er að þúsundir hjartna og þúsundir plantna komi saman, næstu kynslóð og heiminum til heilla. Átakið væri ekki aðeins liður í að ná Bonn-markmiðunum heldur minna okkur sjálf og aðra á hvernig heilsa fólks og velsæld jarðarinnar eru tengd órjúfanlegum böndum. ... Lykilatriði er að ná til þeirra kynslóða sem verja nú lengri tíma í stafrænum hliðarheimum en úti undir beru lofti.“ 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar