Forseti tók á móti nýjum sendiherra Finnlands, Lars Wilhelm (Ville) Cantell, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Í kjölfarið ræddu forseti og sendiherra um ýmis sameiginleg hagsmunamál landanna og sóknarfæri í samstarfi Íslands og Finnlands.