• Forseti ásamt Ragnhildi Guðmundsdóttur, settum forstöðumanni NÍ. Mynd: Margrét Rósa Jochumsdóttir.
Fréttir | 16. sep. 2025

Framtíðaraðstaða Náttúruminjasafns

Á Degi íslenskrar náttúru heimsótti forseti Náttúruhúsið í Nesi, framtíðaraðstöðu Náttúruminjasafns Íslands (NÍ), við Safnatröð 5 á Seltjarnarnesi. Meginþema væntanlegrar sýningar þar verður hafið, með áherslu á líffræðilega fjölbreytni, vistfræði, loftlagsvá og fleiri þætti. Meðal þeirra sem tóku á móti forseta og sýndu henni húsið voru Ragnhildur Guðmundsdóttir, settur forstöðumaður NÍ, og Anna Katrín Guðmundsdóttir, sýninga- og verkefnisstjóri NÍ. Forseti skoðaði við sama tækifæri Nesstofu en þar er fyrirhuguð sýning tengd Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Sýningin er samstarfsverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar