Forseti heimsótti Bjarkarhlíð – miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hitti stjórnendur og starfsfólk og kynnti sér starfið sem þar fer fram. Miðstöðin tók formlega til starfa 2017 og er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Dómsmálaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Í Bjarkarhlíð er m.a. boðið upp á viðtöl og ráðgjöf fyrir þolendur ofbeldis, fræðslu og stuðningshópa og er rík áhersla lögð á að þjónusta sé á forsendum þolenda. Meðal þeirra sem tóku á móti forseta og kynntu starfsemina voru Þóra Jónasdóttir, formaður stjórnar Bjarkahlíðar, og Jenný Kristín Valberg teymisstýra.

Fréttir
|
24. sep. 2025
Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis
Aðrar fréttir
Fréttir
|
01. okt. 2025
Eru snjalltæki tóbak nútímans?
Forseti flytur ávarp á Forvarnardeginum.
Lesa frétt
Fréttir
|
26. sep. 2025
Tveir forsetar hitta fulltrúa norrænna leikara
Forseti tekur á móti norræna leikararáðinu.
Lesa frétt