Forseti tók á móti fulltrúum í Norræna leikararáðinu (Nordisk Skuespillerråd) á Bessastöðum en ráðið fundar þessa dagana í Reykjavík. Það var stofnað 1936 og er mikilvægur samstarfsvettvangur leikarasamtaka í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku, Færeyjum og á Íslandi. Sérstakur heiðursgestur í móttökunni var frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands og leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur.

Fréttir
|
26. sep. 2025
Tveir forsetar hitta fulltrúa norrænna leikara
Aðrar fréttir
Fréttir
|
01. okt. 2025
Eru snjalltæki tóbak nútímans?
Forseti flytur ávarp á Forvarnardeginum.
Lesa frétt