Forseti afhenti heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík - RIFF - á Bessastöðum að viðstöddum þátttakendum á kvikmyndahátíðinni og aðstandendum hennar. Verðlaunin hlaut hollenski leikstjórinn og ljósmyndarinn Anton Corbijn en hann er meðal annars þekktur fyrir tónlistarmyndbönd sín, ljósmyndir, heimildarmyndir og leiknar kvikmyndir. Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður flutti tölu þar sem hann fjallaði vítt og breitt um feril listamannsins. Við þetta tækifæri minntist forseti sérstaklega á dýrmætt samstarf Corbijns við eina af uppáhaldshljómsveitum hennar, U2, en það hefur staðið yfir undanfarin 40 ár.