Forseti átti fund með Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja Sjálands, á Bessastöðum. Peters er í stuttri heimsókn á Íslandi, meðal annars til að undirrita tvísköttunarsamning milli Íslands og Nýja-Sjálands. Á fundinum með forseta var rætt um sjálfbærni í ferðaþjónustu, málefni hafsins, jarðvarma, jafnrétti og mikilvægi þess að smærri þjóðir standi sameiginlega vörð um alþjóðlegar samþykktir og frjáls viðskipti. Í máli Peters kom kom fram að hann telur Nýsjálendinga geta lært margt af Norðurlöndum.

Fréttir
|
22. okt. 2025
Utanríkisráðherra Nýja Sjálands á Bessastöðum
Aðrar fréttir
Fréttir
|
17. okt. 2025
Lokadagur heimsóknar til Kína
Íslensk samtímatónlist á efnisskránni.
Lesa frétt
Fréttir
|
16. okt. 2025
Viðskiptalíf sem lætur gott af sér leiða
Forseti ávarpar viðskiptaþing í Shanghai.
Lesa frétt