• Mary Simon, landstjóri Kanada.
Fréttir | 24. okt. 2025

Kveðja frá Kanada

Í tilefni 50 ára afmæli Kvennafrídagsins sendi Mary Simon landstjóri Kanada myndband með kveðju til forseta Íslands og Íslendinga.

Kveðjan er svohljóðandi:

"Góðan daginn. Í dag minnast Íslendingar dags hugrekkis og samstilltra aðgerða. Hinn 24. október 1975 breyttu konur gangi Íslandssögunnar og veittu öðrum konum á fjarlæguari slóðum innblástur.

Kanada og Ísland eru samstíga í að vinna að jafnrétti kynjanna. Við teljum að forysta á jafnréttisgrundvelli sé ekki aðeins rétt heldur skynsamleg. Brautargengi kvenleiðtoga á öllum sviðum, allt frá stjórnmálum til frumkvöðlastarfsemi og tækni, er lykill að því að ná fram því besta í hagkerfinu. Jafnrétti snýst um að efla nýsköpun, byggja upp opinbera þjónustu sem þjónar öllum.

Við höfum náð verulegum árangri. Samt eigum við enn langt í land. Kvenleiðtogar halda áfram að mæta hindrunum. Þær verða meðal annars fyrir stafrænu ofbeldi -- sjálf hef ég reynslu af því.

Sameinaðar stöndum við. Við erum mæður, dætur og systur sem láta sig dreyma. Og við erum leiðtogar. Við skulum halda áfram að byggja saman upp heim þar sem sérhver rödd fær áheyrn og sérhver kynslóð getur dafnað.

Takk fyrir."

Einnig sendu kveðjur í tilefni Kvennafrídagsins þær fr. Lucia Witbooi varaforseti Namibíu, fr. Sandra Maison forseti Barbados og Vjosa Osmani forseti Kósovó

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar