• Lucia Witbooi varaforseti Namibíu.
Fréttir | 24. okt. 2025

Kveðja frá Namibíu

Í tilefni af 50 ára afmæli Kvennafrídagsins sendi Lucia Witbooi varaforseti Namibíu myndband með kveðju til forseta Íslands og Íslendinga.

Kveðjan er svohljóðandi: 

„Frú forseti, virðulegu kvenleiðtogar um allan heim.

Ég heiti Lucia Witbooi og er varaforseti Namibíu. Á þessu 50 ára afmæli Kvennafrídagsins á Íslandi vil ég fyrir hönd forseta Namibíu, frú Netumbo Nandi-Ndaitwah, og ríkisstjórnar hennar þakka fyrir það mikilvæga hlutverk sem hugrakkar íslensku konur léku í erfiðum aðstæðum.

Nú í dag, þegar við stöldrum við, að hálfri öld liðinni, til að minnast framtaks þessara hugrökku íslensku kvenna erum við þakklát fyrir kraft þeirra og áræðni. Nú þegar við stefnum áfram veginn, næstu 50 árin, skulum við sem kvenleiðtogar styðja hverjar aðra til að berjast gegn kynjamisrétti sem enn er fyrir hendi í löndum sumra okkar.

Ég óska ​​konum um allan heim, sérstaklega þeim sem eru í leiðtogahlutverkum, alls hins besta við að marka leiðina fyrir þjóðir okkar fram á við. Látum orð okkar og aðgerðir veita ungum stúlkum innblástur til að blómstra.

Þakka ykkur fyrir.“

Einnig sendu kveðjur í tilefni Kvennafrídagsins fr. Mary Simon landstjóri Kanada, fr. Sandra Maison forseti Barbados og Vjosa Osmani forseti Kósovó

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar