Forseti tók á móti þátttakendum í valdeflingarverkefninu „Saumó - tau með tilgang“ sem Hjálparstofnun kirkjunnar og Hjálpræðisherinn hafa staðið fyrir á undanförnum ár. Í hópnum voru m.a. konur frá Venesúela, Afganistan, Kúrdistan, Íran og Nígeríu.
Saumó er félagsskapur kvenna úr hópi innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda sem dvelja á Íslandi. Þær hittast þrisvar í viku, stunda saman hannyrðir og selja afurðirnar. Samhliða njóta þær félagskapar, læra íslensku og fræðast um samfélagið. Tilgangur verkefnisins er að vinna gegn félagslegri einangrun og greiða þátttakendum leið út á vinnumarkaðinn.
