• Forsetahjón við Elliðaár ásamt félögum í Landsbjörgu.
Fréttir | 05. nóv. 2025

Fjáröflun Landsbjargar

Forsetahjón voru viðstödd við Elliðaár í Reykjavík þegar sölu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum 2025 var ýtt úr vör. Að þessu sinni er Neyðarkallinn straumvatnsbjörgunarmaður, til minningar um Sigurð Kristófer McQuillan Óskarsson sem lést á björgunaræfingu á liðnu ári. Markmiðið er einnig að vekja athygli á að árlega drukkna álíka margir hér á landi og láta lífið í umferðarslysum.

Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi og er forseti verndari þeirra. Þetta er í 20. skipti sem samtökin bjóða almenningi og fyrirtækjum að styðja við starfið með þessum hætti. Forseti sagði Landsbjörgu vera eina mikilvægastu sjálfboðaliðahreyfingu landsins, þegar hún tók á móti fyrsta Neyðarkallinum í Elliðaárdal. Hvatti hún landsmenn til að taka vel á móti sölufólki Landsbjargar næstu daga. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar