• Forseti ásamt Soroptimistasystrum frá Keflavík og úr Kópavogi. Ljósmynd: EFI.
Fréttir | 05. nóv. 2025

Soroptimistasystur á Bessastöðum

Forseti tók á móti konum úr Soroptimistaklúbbum frá Keflavík og Kópavogi á Bessastöðum. Báðir þessir klúbbar fagna 50 ára afmæli á árinu og var heimsóknin skipulögð af því tilefni. Formenn klúbbanna, þær Bjarklind Sigurðardóttir og Anna Hugrún Jónasdóttir, kynntu starfsemi þeirra og færðu forseta gjafir.

Á Íslandi eru 20 Soroptimistaklúbbar sem mynda öflug landssamtök. Þau eru jafnframt hluti af alþjóðlegum samtökum kvenna sem vinna að jafnrétti, framförum og friði með ýmsum hætti. Meðal fjölbreyttra verkefna sem klúbbarnir í Keflavík og Kópavogi hafa sinnt á liðnum árum er aðstoð við fjölskyldur með veik börn sem þurfa að sækja læknisaðstoð út fyrir landssteinana og stuðningur við einstæðar mæður.

Forseti flutti stutt ávarp við þetta tækifæri og lagði þar áherslu á hve mikilvægt framlag sjálfboðaliða og frjálsra félagasamtaka væri fyrir velsæld íslensks samfélag. Hún þakkaði Soroptimistasystrum fyrir þeirra góða starf og hvatti þær til að huga að þeim miklu breytingum sem notkun snjalltækja og samfélagsmiðla væri að hafa á tengslamyndum milli fólks og líðan barna og ungmenna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar