• Frá samræðu forseta og Althea Legaspi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Ljósmynd: Mummi Lú.
Fréttir | 06. nóv. 2025

Tónlist brúar bilið

Forseti var viðstödd setningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 5. nóvember. Daginn eftir var samtal hennar og Althea Legaspi, fréttaritstjóra tónlistartímaritsins Rolling Stone, hluti af dagskrá hátíðarinnar í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Á Grund ræddi forseti meðal annars um mikilvægi þess að brúa kynslóðabilið en í samtalinu við Althea Legaspi ræddu þær um sögu kvennabaráttunnar og mikilvægi kynjajafnvægis í tónlist, sem og annars staðar í samfélaginu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar