• Forseti ásamt Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsta ráðherra Skotlands. Ljósmynd: EFI.
  • Forseti ásamt Ingu Ruginienė, forsetisráðherra Litháen. Ljósmynd: EFI.
  • Forseti ræðir við Gary Barker framkvæmdastjóra Equimundo í Hörpu. Ljósmynd: Lilja Jóns.
  • Forseti ásamt Melanne Verveer, framkvæmdastjóra Georgetown Institute for Women, Peace and Security. Ljósmynd: EFI.
  • Forseti og Isata Mahoi, jafnréttis- og barnamálaráðherra Sierra Leone. Ljósmynd: EFI.
  • Forseti og Mariana Betsa, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu. Ljósmynd: EFI.
  • Forseti og Lindiwe Dlamini, forseti öldungardeildar þingsins í Eswatini. Ljósmynd: EFI.
Fréttir | 10. nóv. 2025

Heimsþing kvenleiðtoga

Forseti tók á móti þátttakendum á Heimsþingi kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, á Bessastöðum á sunnudag. Daginn eftir var samtal forseta við Gary Barker, framkvæmdastjóra Equimundo, hluti af opnunarviðburði þingsins í Hörpu. Þau ræddu meðal annars um kynjajafnvægi, stöðu stúlkna og drengja í raunheimum og rafheimum og vísbendingar um versnandi líðan ungs fólks í vestrænum samfélögum. 

Að samtali þeirra loknu átti forseti fjölmarga tvíhliða fundi. Meðal þeirra sem hún hitti að máli voru Mariana Betsa, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, Melanne Verveer, framkvæmdastjóri Georgetown Institute for Women, Peace and Security, Lindiwe Dlamini, forseti öldungardeildar þingsins í Eswatini, Isata Mahoi, jafnréttis- og barnamálaráðherra Sierra Leone, Inga Ruginienė, forsætisráðherra Litháens og Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands.

Yfir 500 kvenleiðtogar taka þátt í Heimsþingi kvenleiðtoga sem samtökin Women Political Leaders standa árlega fyrir á Íslandi í samvinnu við íslensk stjórnvöld. Þetta er í áttunda sinn sem heimsþingið er haldið.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar