• Forseti og Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, formaður Almannaheilla, á sviðinu í Hörpu. Ljósmynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
Fréttir | 13. nóv. 2025

Ómetanlegt framlag þriðja geirans

Forseti var sérstakur gestur á Fundi fólksins, ráðstefnu Almannaheilla, sem fram fór í Hörpu. Ræddi hún þar við Hildi Tryggvadóttur Flóvenz, formann Almannaheilla, um mikilvægi þriðja geirans í íslensku samfélagi. 

Almannaheill eru regnhlífarsamtök á fimmta tug félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfa á sviði velferðar, mannréttinda, menningar, lýðræðis, umhverfismála og samfélagsþróunar. Oft er vísað til þeirra sem þriðja geirans þar sem starfsvettvangur þeirra og viðfangsefni brúa bilið milli hins opinbera og einkafyrirtækja.

Samræða forseta við Hildi bar yfirskriftina „Ómissandi fyrir samfélagið“. Þær ræddu meðal annars um hvort og hvernig almannaheillafélög gætu unnið enn betur saman að einstökum málefnum. Forseti færði ráðstefnugestum og öllum öðrum sem sinna sjálfboðaliðastörfum í þágu almennings þakkir fyrir ómetanlegt framlag til velferðar í landinu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar