• Forseti ásamt gestunum frá Úkraínu. Ljósmynd JK.
Fréttir | 13. nóv. 2025

Þakklæti í garð Íslendinga

Forseti hitti sendinefnd þingmanna frá Úkraínu sem er í stuttri heimsókn á Íslandi. Þau skipa sérstakan vinahóp Íslands á úkraínska þinginu.

Forseti ræddi við gestina um stöðuna í Úkraínu en í febrúar verða fjögur ár liðin frá því að Rússar gerðu innrás í landið. Til tals komu m.a. málefni stórs hóps úkraínskra barna sem Rússar hafa numið á brott og alvarleg staða orkuinnviða í Úkraínu eftir langvarandi drónaárásir.

Þingmennirnir komu á framfæri þakklæti til Íslendinga fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu og sögðust einnig binda miklar vonir við samstarf milli landanna um endurnýjanlegra orkugjafa, ekki síst á sviði jarðvarma. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar