• Forseti ásamt barnahópnum á tröppum Bessastaða. Ljósmynd: EFI.
Fréttir | 14. nóv. 2025

Alþjóðadagur sykursýki

Forseti tók á móti hópi barna með sykursýki og aðstandendum þeirra á alþjóðadegi sykursýki sem haldinn er 14. nóvember ár hvert. Heimsóknin var skipulögð í samstarfi við styrktarfélagið Dropann sem starfar í þágu allra barna sem greinst hafa með sykursýki, hvar sem þau búa á landinu. Meðal áhersluatriða félagsins er að sykursýki eigi ekki að hindra neinn frá því að njóta lífsins. Árlega skipuleggur það viðburði og sumarbúðir þar sem börn með sykursýki geta hist og skemmt sér saman.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar