• Forsetahjón ásamt Örnu Ýri Sigurðardóttur sóknarpresti og Guðríði Kristinsdóttur. Ljósmynd: EFI.
Fréttir | 16. nóv. 2025

Vígsluafmæli Grafarvogskirkju

Forsetahjón voru heiðursgestir í hátíðarguðsþjónustu í tilefni af 25 ára vígsluafmæli Grafarvogskirkju. Vígðir þjónar kirkjunnar þjónuðu fyrir altari en prédikun flutti séra Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur.

Grafarvogskirkja var vígð 18. júní árið 2000 en fjölmörg sóknarbörn höfðu lagt hönd á plóginn við byggingu hennar næstu misseri þar á undan. Grafarvogssöfnuður er einn fjölmennasti söfnuður landsins og er kirkjan vettvangur fjölbreytts safnaðarstarfs.

Að guðsþjónustunni lokinni þakkaði séra Arna Ýrr forsetahjónum fyrir komuna og færði Guðríður Kristinsdóttir þeim bók og fallegan blómvönd fyrir hönd safnaðarins.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar