• Forseti og bandarískir rithöfundurinn George R.R. Martin. Ljósmynd: EFI.
Fréttir | 14. nóv. 2025

Þátttakendur á sagnahátíð

Forsetahjón tóku á móti gestum sagnahátíðarinnar Iceland Noir á Bessastöðum. Hátíðin, sem fram fór dagana 12. til 15. nóvember, var fyrst haldin árið 2013 og hefur verið nærri árviss viðburður síðan. Hún var upphaflega skipulögð sem alþjóðleg glæpasagnahátíð en á seinni árum hefur sá hópur listafólks sem þar kemur fram breikkað. Meðal þekktra erlendra gesta að þessu sinni voru Siri Hustvedt, George R.R. Martin og Hwang Dong-Hyuk en í hópi íslenskra höfunda á hátíðinni voru Eliza Reid og Hildur Knútsdóttir. Skipuleggjendur Iceland Noir eru Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar