Forseti Íslands er í þriggja daga vinnuferð í Bretlandi sem hófst á miðvikudag og lýkur í dag, föstudag. Eftir hádegi í gær átti forseti fund með Karli 3. Bretakonungi. Þau drukku saman te í Buckingham-höll og ræddu meðal annars um alþjóðamál, jarðvarma og orkuskipti. Samtalið snerist einnig um heilsu hafsins og áhuga konungs á ábyrgu laxeldi og laxveiði. Fram kom að konungur leiðir gjarnan saman ólíka hagsmunahópa til að vinna að úrbótum í einstökum málaflokkum.