Forseti tók á móti Arvinder Pal Singh, alþjóðaforseta Lions, á Bessastöðum. Hann er í tveggja daga heimsókn hérlendis en í fylgd með honum á Bessastöðum voru leiðtogar íslensku Lions-hreyfingarinnar og Sangeeta Jatia, fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður Lions.
Arvinder Pal Singh er frá Kalkútta á Indlandi og var hann kjörinn alþjóðaforseti Lions á heimsþingi hreyfingarinnar sem haldið var í Bandaríkjunum á liðnu sumri. Singh er löggiltur endurskoðandi og hefur verið virkur Lions-félagi í meira en 40 ár. Hann ber síka-túrban, sem er m.a. tákn um heiður, ábyrgð og jafnrétti fyrir alla, en endurspeglar einnig persónulega skuldbindingu hans um að vera þjónandi leiðtogi. Í samtali forseta við Singh barst talið meðal annars að mikilvægi andlegrar heilsu og ýmsum verkefnum sem Lions-hreyfingin hefur ýtt úr vör til að styðja við hana.