Þrír nýir sendiherrar gagnvart Íslandi afhentu trúnaðarbréf sín á Bessastöðum. Þetta voru fr. Angela Dube-Gobotswang frá Botsvana, hr. Raúl Delgado Concepción frá Kúbu og hr. Kristóf Altusz frá Ungverjalandi. Í kjölfarið átti hvert þeirra um sig fund með forseta.