• Forseti ásamt verðlaunahöfum úr Gerðaskóla. Ljósmynd: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson.
  • Forseti ásamt verðlaunahöfum úr Framhaldsskólanum á Húsavík. Á myndina vantar Daníel Snæ Lund. Ljósmynd: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson.
Fréttir | 28. nóv. 2025

Samvera og tengsl

Forseti afhenti viðurkenningar í verðlaunasamkeppni Forvarnardagsins við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Keppnin fólst í gerð kynningarefnis sem tengdist þema Forvarnardagsins, sem í ár var „Samvera – að tilheyra – tengsl“.

Í flokki grunnskólanema hlutu verðlaun þeir Arnar Hannesson, Alexander Valur B. Garðarsson, Andri Fannar Andrésson og Ómar Andri Kristjánsson fyrir veggspjaldið „Ekki eyða tíma í síma“. Þeir eru allir nemendur í Gerðaskóla í Garði í Suðurnesjabæ. 

Í flokki framhaldsskólanema komu verðlaunin í hlut Daníels Snæs Lund, Gunnars Hólm Guðmundssonar og Heimis Arnar Karolínusonar fyrir texta lagsins „Við getum skapað samfélag þar sem skjárinn þjónar okkur, ekki við honum.“ Þeir þremenningar eru nemendur í Framhaldsskólanum á Húsavík.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar