• Frá afhendingu Frikkans 2025. Ljósmynd: EFÍ.
Fréttir | 06. des. 2025

Nýir heiðursfélagar Átaks

Forseti afhenti Frikkann, viðurkenningu sem Átak, félag fólks með þroskahömlun, hefur veitt árlega í rúman áratug. Viðurkenningin kom að þessu sinni í hlut Jóhönnu Brynju Ólafsdóttur og Þóris Gunnarssonar.

Frikkinn, sem felur í sér að viðkomandi er gerður að heiðursfélaga Átaks, er veittur einstaklingum sem hafa lagt sig fram við að styðja við sjálfstæði fólks með þroskahömlun. Í vissum tilvikum hefur Frikkinn einnig verið veittur hópi einstaklinga. Viðurkenningin dregur nafn sitt af Friðriki Sigurðssyni þroskaþjálfa sem var frumkvöðull í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Hann starfaði sem framkvæmdarstjóri Þroskahjálpar um árabil og var jafnframt fyrsti heiðursfélagi Átaks.

Jóhanna Brynja var útnefnd heiðursfélagi Átaks 2025 fyrir baráttu sína fyrir aðgengi að háskólamenntun fyrir fólk með þroskahömlun. Þórir var útnefndur heiðursfélagi Átaks 2025 fyrir baráttu sína fyrir inngildingu fatlaðs fólks í listnámi og í íslensku menningarlífi.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar