• Forseti ásamt gestunum frá Junior Chamber. Ljósmynd: EFÍ.
Fréttir | 17. des. 2025

Heimsforseti JCI

Forseti tók á móti Keisuke Shimoyamada, nýkjörnum heimsforseta alþjóðlegu hreyfingarinnar Junior Chamber International. Markmið hreyfingarinnar er að efla fólk á aldrinum 18-40 ára til stjórnunarstarfa og félagslegrar ábyrgðar í gegnum námskeið, verkefni og nefndarstörf og með almennari hætti að auka skilning milli þjóða og stuðla að friði. Í för með Shimoyamada var aðstoðarkona hans, Yu Hsun, og fulltrúar íslensku Junior Chamber hreyfingarinnar.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar