Forseti var meðal þátttakenda á Umhverfisþingi 2025 sem fram fór í Hörpu. Í samtali við Ingibjörgu Þórðardóttur ræddi hún meðal annars um þau miklu áhrif sem stórfyrirtæki hefðu á umhverfið. Skammsýni og of þröng skilgreining á árangri væru meðal vandamála á þessu sviði. Forseti vakti hins vegar athygli á að endurskoðendur væru að leggja umhverfinu lið. Þeir hefðu kynnt á liðnum árum viðmið sem miða að því að meta áhrif fyrirtækja á umhverfi og samfélag og væru til þess fallin að hafa áhrif á stefnumótun og starfsemi fyrirtækja til lengri tíma. Einnig vakti hún athygli á að stjórnvöld væru, þrátt fögur fyrirheit, að niðurgreiða starfsemi sem hefði neikvæð umhverfisáhrif. Þá sagðist vera þeirrar skoðunar að þeir aðilar sem sinntu umhverfisvernd væru of víða að vinna hver í sínu horni. Leiðin áfram byggði á víðtækari samvinnu, langtímasjónarmiðum og betri heildaryfirsýn.