• Forsetahjón ásamt Pétri Ásgeirssyni sendiherra Íslands í Danmörku og Bryndísi Kjartansdóttur sendiherra Íslands í Svíþjóð á leik Íslands og Ítalíu.
Fréttir | 16. jan. 2026

Evrópumótið í handknattleik hafið

Forsetahjón sóttu landsleik Íslands og Ítalíu á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Leikurinn var háður í Kristianstad og bar lið Íslands sigur úr býtum með nokkrum yfirburðum. Janus Daði Smárason var valinn besti leikmaður vallarins og afhenti forseti honum viðurkenningu mótshaldara að leik loknum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar