• Forseti ásamt þeim sem hlutu viðurkenningu á Bessastöðum. Ljósmynd: Arnaldur Halldórsson.
  • Forseti ásamt verðlaunahafanum, Alexöndru K. Hafsteinsdóttur. Ljósmynd: Arnaldur Halldórsson.
  • Forseti ásamt Janek Beau, Max Greiner, Kötlu Taylor og Tuma Valdimarssyni. Ljósmynd: Arnaldur Halldórsson.
  • Forseti ásamt Altinu Tinnu Zogaj og Guðbjörgu Láru Magnúsdóttur. Ljósmynd: Arnaldur Halldórsson.
  • Forseti, Bjarki Þór Wíum Sveinsson og Gísli Hrafn Magnússon. Ljósmynd: Arnaldur Halldórsson.
  • Forseti og Hugo Alejandro Arteaga Vivas. Ljósmyndur: Arnaldur Halldórsson.
  • Forseti ásamt Ásdísi Öglu Sigurðardóttur. Ljósmynd: Arnaldur Halldórsson.
Fréttir | 20. jan. 2026

Ný kynslóð rannsakenda

Forseti afhenti Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2025. Verðlaunin í ár hlaut Alexandra K. Hafsteinsdóttir, nemandi í jarðfræði við Háskóla Íslands, fyrir verkefnið Kortlagning grunnvatns á Reykjanesskaga.

Auk þess fengu fimm önnur verkefni sérstaka viðurkenningu. Þau eru: (1) Efnisheimar. Byggingarefni á Íslandi í sögulegu, menningarlegu og vistfræðilegu samhengi. Verkefnið unnu Bjarki Þór Wíum Sveinsson og Gísli Hrafn Magnússon nemendur í arkitektúr í LHÍ. (2) Lífkol. Brú milli fiskeldis og landbúnaðar. Verkefnið var unnið af Ásdísi Öglu Sigurðardóttur nemanda í matvælafræði við HÍ. (3) Tengja. Nýting á bakvatni hitaveitu í almannaþágu. Verkefnið var unnið af Janek Beau, Max Greiner, Kötlu Taylor og Tuma Valdimarssyni, nemendum í hönnun í LHÍ. (4) Vöktun á útbreiðslu gufupúða á háhitasvæðum. Verkefnið vann Hugo Alejandro Arteaga Vivas nemandi í jarðeðlisfræði við HÍ. (5) Þrívíddarprentuð æfingalíkön fyrir sónar. Verkefnið var unnið af Altina Tinna Zogaj nemanda í læknisfræðilegri verkfræði við HÍ og Guðbjörgu Láru Magnúsdóttur nemanda í heilbrigðisverkfræði við HR. 

Forseti afhenti öllum nemendunum sem unnu að tilnefndum verkefnum viðurkenningarskjöl og blóm en verðlaunahafinn, Alexandra, hlaut einnig sérstakan verðlaunagrip.

Lýsingar á verkefnunum sex eru aðgengilegar á vef Rannís. Þá er unnt að sjá fleiri myndir frá afhendingunni hér á vef embættisins.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar