Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, tók ásamt dr. Gunnari Þór Péturssyni þátt í sófaspjalli á Framadögum Háskólans í Reykjavík (HR). Framadagar hafa það hlutverk að byggja brú milli háskólanáms og starfsframa. Nemendur fá m.a. tækifæri til þess að hitta fulltrúa íslenskra fyrirtækja og hlýða á fyrirlestra um ýmis efni. Dr. Gunnar Þór er forseti lagadeildar HR en sem kunnugt er tók Halla virkan þátt í uppbyggingu skólans. Umræða þeirra tveggja snerist meðal annars um hlutverk og mikilvæga eiginleika leiðtoga á umbrotatímum. Dr. Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, opnaði viðburðinn og undir lokin gafst nemendum tækifæri til að spyrja spurninga.
Fréttir
|
22. jan. 2026
Leiðtogar framtíðarinnar
Aðrar fréttir
Fréttir
|
21. jan. 2026
Falsað efni sem ber að varast
Gervigreind nýtt í annarlegum tilgangi.
Lesa frétt