• Forseti ásamt rektorum íslensku háskólanna. Þær eru f.v. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, Halla Tómasdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir, Áslaug Ásgeirsdóttir, Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Kristín Eysteinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Ljósmynd: Arnaldur Halldórsson.
Fréttir | 27. jan. 2026

Sjö rektorar á Bessastöðum

Í liðinni viku, þegar Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent á Bessastöðum, voru rektorar allra íslensku háskólanna viðstaddar. Þetta voru þær Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst, Silja Bára Ómarsdóttir rektor Háskóla Íslands, Áslaug Ásgeirsdóttir rektor Háskólans á Akureyri, Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum, Kristín Eysteinsdóttir rektor Listaháskóla Íslands og Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík. Arnaldur Halldórsson ljósmyndari tók meðfylgjandi mynd af forseta með hópnum af þessu tilefni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar