• Forseti ávarpar Þjóðræknisþing 2025.
Fréttir | 07. sep. 2025

Vinir í Vesturheimi

Forsetahjón voru gestir á Þjóðræknisþingi sem Þjóðræknisfélag Íslendinga stóð fyrir í Reykjavík. Félagið var stofnað árið 1939 og er markmið þess að auka samskipti og samvinnu milli Íslendinga og fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi. Í ávarpi sínu við opnun þingsins ræddi forseti meðal annars um nýlega heimsókn þeirra hjóna til Manitoba og hve dýrmætt væri að rækta vináttuböndin við kanadísk-íslenska samfélagið þar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar