Forseti hitti flugmanninn Gregory Fletcher á Ásbrú. Fletcher var hluti af bandaríska varnarliðinu hérlendis á níunda áratugnum. Hann nauðlenti Douglas Dakota-flugvél á Sólheimasandi seint í nóvember árið 1973. Vélin var að koma frá Höfn í Hornafirði, eftir að hafa flutt vistir til ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi, en ísing olli því að hreyflar gengu óstöðugt. Nauðlendingin tókst vel og björguðust allir þeir sjö sem voru í áhöfn vélarinnar. Flak hennar hefur á seinni árum haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Fletcher hefur ferðast um Ísland síðustu daga og meðal annars heimsótt Sólheimasand. Á Ásbrú sagði hann hópi gesta frá dvöl sinni á Íslandi og slysinu fyrir 52 árum. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco: Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, skipulagði viðburðinn.