• Steinun Ása Þorvaldsdóttir ræðir við Höllu Tómasdóttur. Ljósmynd: RÚV.
Fréttir | 26. ágú. 2025

Með okkar augum

Sjónvarpsþættirnir Með okkar augum hafa verið reglulega á dagskrá RÚV í hálfan annan áratug og vakið mikla athygli. Markmið þáttanna er að auka sýnileika fólks með þroskahömlun og beina sjónum okkar allra að ýmsum hliðum íslensks samfélags. Þátturinn hefur meðal annars hlotið Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar og Edduverðlaunin. Fyrsti þáttur fimmtándu þáttaraðarinnar var frumsýndur í liðinni viku, 20. ágúst. Í honum spjallaði Steinunn Ása Þorvaldsdóttir við forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Þær ræddu meðal annars um eðli embættisins, gildi þess að brosa og þörfina á að mæta vaxandi ofbeldi, hatri og ótta í samfélaginu með kærleikann að leiðarljósi. Unnt er að sjá þáttinn í heild sinni á vef RÚV.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar