Heimsóknir á Bessastaði

Þúsundir gesta sækja Bessastaði heim á ári hverju. Hópar hafa getað skoðað staðinn eftir nánara samkomulagi en nú stendur það einnig einstaklingum til boða eftir því sem við verður komið.

Sá hluti Bessastaða, sem þannig er hægt að skoða, er Bessastaðastofa, að meðtöldum fornleifakjallara, móttökusal og bókhlöðu. Þeir sem hafa hug á að skrá sig í skoðunarferð eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið forseti @ forseti.is. Þá verður fljótlega haft samband við fólk og hentugur tími fundinn. Vinsamlegast skrifið "Skoðunarferð" í efnislínu póstsins, takið fram fjölda gesta ef um hóp er að ræða og látið vita á hvaða tíma mundi helst henta að skoða forsetasetrið. Fyrsta kastið er aðeins gert ráð fyrir að leiðsögn sé veitt á íslensku.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar