Ríkisheimsókn til Noregs
Myndasafn frá þriggja daga ríkisheimsókn til Noregs þar sem farið var bæði til Óslóar og Þrándheims. Gestgjafar forsetahjóna í Noregi voru Haraldur V. konungur og Sonja drottning ásamt Hákoni krónprins og Mette-Marit krónprinsessu. Að auki tók elsta dóttir þeirra, Ingrid Alexandra prinsessa, þátt í sinni fyrstu ríkisheimsókn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, tóku einnig þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd og viðskiptasendinefnd. Ljósmyndir: Myriam Marti og FS Foto auk Kongelige Hoff/Ola Vatn.






























































