Ríkisheimsókn til Svíþjóðar
Myndasafn frá þriggja daga ríkisheimsókn forsetahjóna til Svíþjóðar. Gestgjafar þeirra voru Karl XVI. Gústaf konungur og Silvía drottning, auk Viktoríu krónprinsessu og Daníels prins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd og fulltrúum viðskipta- og menningarlífs. Ljósmyndir: Leifur Rögnvaldsson fyrir skrifstofu forseta Íslands. Clément Morin og Sara Friberg fyrir sænsku konungshöllina.


















































































