Ásgeir Ásgeirsson

Annar forseti lýðveldisins, Ásgeir Ásgeirsson, var fæddur 13. maí 1894 og lést 15. september 1972. Eiginkona hans var Dóra Þórhallsdóttir, fædd 23. febrúar 1893, dáin 10. september 1964.

Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti Íslands 29. júní 1952 og endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1956, 1960 og 1964 og lét af embætti 1968.

Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti Íslands 29. júní 1952 og endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1956, 1960 og 1964 og lét af embætti 1968.

Ásgeir lauk stúdentsprófi 1912 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1915. Hann stundaði framhaldsnám við háskólana í Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916-1917. Kjörinn heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1961 og við Edinborgarháskóla 1967.

Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 1923-1934, utanflokka 1934-1937 og fyrir Alþýðuflokkinn 1937-1952. Forseti Sameinaðs þings 1930-1931 og varaforseti þess 1928-1929. Fjármálaráðherra 1931-1932 er hann varð forsætis- og fjármálaráðherra og gegndi hann því starfi til 1934.

Ásgeir var biskupsritari 1915-1916, bankaritari við Landsbankann í Reykjavík 1917-1918 og kennari við Kennaraskólann 1918-1927. Fræðslumálastjóri 1926-1931 og 1934-1938. Bankastjóri Útvegsbankans í Reykjavík.

Myndasyrpa frá forsetatíð Ásgeirs Ásgeirssonar.

Innsetningarræður

Áramótaávörp

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar