• Íslenski Paralympics-hópurinn, keppendur og fylgdarlið, ásamt forsetahjónum á Bessastöðum. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
Fréttir | 26. ágú. 2024

Forseti sækir Paralympics leikana

Forseti sækir Paralympics leikana í París í boði Íþróttasambands fatlaðra ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni.

Síðdegis á miðvikudegi býður Emmanuel Macron Frakklandsforseti forsetahjónum ásamt öðrum gestum til móttöku í Elysée höllinni. Um kvöldið verður svo opnunarhátíð leikanna á Concorde-torgi og sækja hana mörg þúsund íþróttamenn frá meira en 180 löndum auk margra þjóðhöfðingja og annarra ráðamanna.

Á fimmtudaginn fylgjast forsetahjónin með leikunum og á föstudaginn heimsækja þau Ólympíuþorpið og hitta að máli íslenska keppendur og þjálfara auk forystumanna íþróttahreyfingar fatlaðra. 

Fimm keppendur hafa tryggt sér þátttökurétt á leikunum og munu keppa fyrir Íslands hönd. Það eru þau Már Gunnarsson, Róbert Ísak Jónsson, Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir, sem öll keppa í sundi, og Ingeborg Eide Garðarsdóttir sem keppir í kúluvarpi. Forsetahjón buðu íslensku þátttakendunum til móttöku á Bessastöðum fyrir brottför til Parísar.

Sjá einnig fréttatilkynningu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar