Forsetahjón sækja móttöku í Elysée-höll í París í boði forsetahjóna Frakklands. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og eiginkona hans Brigitte Macron buðu forseta Íslands, öðrum ráðamönnum og fulltrúum íþróttahreyfingarinnar til móttöku í tilefni af setningarhátíð Paralympics leikanna sem fara nú fram í París.
Hátíðin fer fram á Concorde-torgi og sækja forsetahjón hana ásamt mörg þúsund íþróttamönnum frá meira en 180 löndum, auk margra þjóðhöfðingja og annarra ráðamanna.