Fréttir | 16. okt. 2024

Utanríkisráðherra Grænlands

Forseti á fund með Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, sem er hér á landi vegna ráðstefnunnar Hringborð norðurslóða. Rætt var um horfur grænlensku þjóðarinnar til framtíðar og möguleika á auknu samstarfi milli Íslands og Grænlands. Fyrirhugað er að tveir nýir flugvellir opni á Grænlandi á næstu árum, í Nuuk og Ilulissat og greindi ráðherrann frá áformum um aukna ferðamennsku samhliða því og styrkingu viðskiptatengsla bæði til austurs og vesturs. Jafnframt var rætt um þær áskoranir sem Grænlendingar glíma við vegna loftslagsbreytinga, skorts á innviðum og strjálbýlis.

Forseti greindi ráðherra frá umræðum í nýlegri ríkisheimsókn til Danmerkur um tækifæri til aukins samstarfs Íslands, Grænlands og Danmerkur við nýtingu grænnar orku. Um leið var rætt um mikilvægi þess að náttúruauðlindir séu nýttar með ábyrgum hætti. Loks ræddu forseti og ráðherra um vináttu þjóðanna sem meðal annars birtist í samstarverkefnum líkt og árlegri sundkennslu fyrir grænlensk börn á Íslandi og heimboði barnanna til forseta á Bessastöðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar