• Frá aðalfundi Grænvangs í Grósku.
  • Forseti og Sigurður Hannesson ræða saman á aðalfundi Grænvangs.
Fréttir | 03. sep. 2025

Áskoranir í loftlagsmálum

Forseti tók þátt í samtali um loftlagsmál og grænar lausnir við Sigurður Hannesson í upphafi aðalfundar Grænvangs í Grósku. Í máli sínu lagði forseti áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld, atvinnulíf og almenningur væru samstíga í þessum mikilvæga málaflokki og vörðuðu saman leið til framtíðar. 

Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda sem stuðlar að framþróun í loftslagsmálum og grænum lausnum. Á liðnu ári þekktist forseti boð um að vera verndari Grænvangs og sagði þá meðal annars: „Það er keppikefli allra þjóða að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður. Það er stórt verkefni sem verður ekki leyst nema að við höfum hugrekki til að fara nýjar leiðir, tala saman og vinna saman þvert á greinar, þjóðir og kynslóðir.“

Sigurður Hannesson, sem er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er formaður stjórnar Grænvangs en forstöðumaður Grænvangs er Nótt Thorberg. 

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar