Verðlaun og viðurkenningar

Forseti afhendir tiltekin verðlaun og viðurkenningar, þar á meðal viðurkenningar sem sérstaklega eru tengdar forseta Íslands. Í sumum tilvikum er um árvissa atburði að ræða (sjá einnig síðu um samtök og atburði sem forseti verndar og síðu um fálkaorðuna).

Verðlaun

Íslensku bjartsýnisverðlaunin
Verðlaunin eru veitt í samstarfi við ÍSAL og má Sjá má lista yfir verðlaunahafa á vefsíðu þess fyrirtækis.

Íslensku bókmenntaverðlaunin
Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda og má sjá lista yfir verðlaunahafa á vefsíðu félagsins.

Íslensku þekkingarverðlaunin
Það er Félag viðskipta- og hagfræðinga sem stendur að þessum verðlaunum og heldur skrá yfir verðlaunahafa á vef sínum.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Lesa má um keppnina á vefsíðu hennar, nkg.is.

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands
Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Nýsköpunarsjóð námsmanna.

Orðstír – verðlaun þýðenda
Að verðlaununum standa, auk embættis forseta Íslands, Bandalag þýðenda og túlka, Bókmenntahátíð, Íslandsstofa og Miðstöð íslenskra bókmennta.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi
Stjórnvísi stendur að árlegum verðlaunum og birtir lista yfir verðlaunahafa á vefsíðu sinni.

Útflutningsverðlaun forseta Íslands
Þau eru veitt í samstarfi við Íslandsstofu sem er bakhjarl þeirra og veitir upplýsingar á vef sínum um verðlaunahafa. 

Viðurkenningar

Afreksmerki hins íslenska lýðveldis
Forsetamerki skáta – veitt rekkaskátum við lok þjálfunar
Heiðursmerki Rauða kross Íslands – veitt fyrir störf að mannúðarmálum
Heiðurspeningur forseta Íslands – veittur fyrir þjónustu við forseta Íslands

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar