• Ljósmyndir: Aldís Pálsdóttir.
  • Ljósmyndir: Aldís Pálsdóttir.
Fréttir | 20. maí 2021

Ullarþon

Forseti afhendir verðlaun í Ullarþoni, nýsköpunarkeppni Textílmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Keppnin var haldin 25.-29. mars sl. og var henni ætlað að ýta undir nýsköpun og vöruþróun og auka verðmæti ullarinnar.

Keppt var í fjórum flokkum. Verðlaunin hlutu: Jón Gautason og Hrönn Jónsdóttir fyrir verkefnið „Ullarhúsið“ í flokki 1, Óunnin ull. María Dís Ólafsdóttir, Helga Aradóttir, Kristín S. Gunnarsdóttir og Mörður Moli Gunnarsson fyrir verkefnið „Snoðbreiðan“ í flokki 2, Blöndun annarra hráefna við ull.  Anna María G. Pétursdóttir fyrir verkefnið „Cool Wool Box“ í flokki 3, Ný afurð og Laufey Kristín Skúladóttir og Hanna Birna Sigurðardóttir fyrir verkefnið „Unikind“ í flokki 4, Stafræn þróun og rekjanleiki.

Afhending og kynning verðlaunanna voru hluti af Hönnunarmars 2021. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar