Fréttapistill | 10. sep. 2023

Smalamennska

Dálítið lúinn og þegjandi hás eftir smölun og hróp í heimalandi Grundar í Skorradal sendi ég öllum sem nú standa í göngum og réttum hlýjar kveðjur. Í heimi sauðfjárbænda er smalamennska brýn nauðsyn en fyrir okkur borgarbörnin getur hún verið skemmtileg afþreying í heilnæmu lofti og guðsgrænni náttúru. Ekki er verra ef manni tekst að gera eitthvert gagn í leiðinni.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta, 10. september 2023.

  • Með Erlu Ýri Pétursdóttur, smala og heimasætu á Grund í Skorradal.
  • Smalað með Pétri Davíðssyni, bónda á Grund í Skorradal.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar