Fréttapistill | 01. júlí 2023

Kanadadagurinn

Á mínu heimili er tveimur þjóðhátíðardögum fagnað, 17. júní og Kanadadeginum 1. júlí. Nú er hann runninn upp og ég óska öllum Kanadabúum hjartanlega til hamingju með daginn. Samfélagið í Kanada er enn að miklu leyti samfélag innflytjenda, samfélag fólks með rætur nær og fjær. Þetta vitum við Íslendingar vel, njótum sterkra tengsla við þá íbúa Norður-Ameríku sem eru af íslensku bergi brotnir. Fyrir skömmu héldum við Eliza í vel heppnaða ríkisheimsókn til Kanada, nutum gestrisni og góðvildar heimafólks og fundum þann hlýhug sem ríkir þar ytra í garð okkar Íslendinga. Við ættum að styrkja enn frekar tengslin milli Íslands og Kanada.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 1. júlí 2023.

  • Myndin er tekin á Mannréttindasafni Kanada í Winnipeg.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar