Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Íslensku bjartsýnisverðlaunin, áður Bjartsýnisverðlaun Brøstes, eru árleg menningarverðlaun sem eiga sér langa sögu. Þau voru fyrst afhent árið 1981 og voru allt til ársins 1999 kennd við upphafsmann sinn, Danann Peter Brøste. Við verðlaunaafhendinguna það ár var ljóst að Brøste vildi draga sig í hlé eftir 18 ára rausnarlegt starf og skoraði hann á íslensk fyrirtæki að halda þessum merku menningarverðlaunum á lífi.

Alcan í Straumsvík tók þeirri áskorun og varð bakhjarl verðlaunanna frá og með árinu 2000. Nafni þeirra var breytt í Íslensku bjartsýnisverðlaunin með samþykki forseta Íslands, sem frá upphafi hefur verið verndari verðlaunanna.

Íslensku bjartsýnisverðlaunin hafa löngu fest sig í sessi. Þau eru í senn viðurkenning og hvatning fyrir íslenska listamenn og leitast er við að gæta jafnræðis milli listgreina.

Forseti Íslands er verndari Íslensku bjartsýnisverðlaunanna.

Listi yfir verðlaunahafa Íslensku bjartsýnisverðlaunanna

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar