Fréttapistill | 08. mars 2023

Mottumarssokkar

„Ég myndi gera hvað sem er fyrir frægðina,“ segir í þekktu lagi, „nema kannski koma nakinn fram.“ Í dag fækkaði ég þó glaður fötum, en ekki fyrir frægð heldur góðan málstað og lét sokka duga, dró af mér falleg plögg og klæddist nýju sokkapari fyrir framan myndavélar. Krabbameinsfélagið afhenti mér sem sagt fyrsta parið af mottumarssokkum.


Litríkir sokkar gleðja augað en mottumarssokkarnir eru þó fyrst og fremst áminning til okkar karlmanna að huga að heilsunni og draga það ekki að fara til læknis ef við finnum fyrir einkennum. „Ekki humma fram af þér heilsuna,“ eins og slagorð mottumars segir í ár. Svo vona ég að skimun fyrir ristilkrabbameini hefjist brátt. Skimun bjargar mannslífum. Þetta þokast víst í rétta átt en er ekki alveg komið í höfn ennþá. Mottumarssokkarnir verða seldir um allt land frá og með 9. mars, fyrir góðan málstað. Sjá einnig á www.mottumars.is.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar