Fréttapistill | 15. mars 2023

ChatGPT

Í fyrravor hélt ég til Kaliforníu til funda við forsvarsmenn tæknifyrirtækja, ásamt menningar- og viðskiptaráðherra og sendinefnd íslenskra sérfræðinga á sviði máltækni. Afrakstur þeirrar ferðar hefur nú þegar verið margvíslegur. Stórum áfanga var náð í gær. Þá var tilkynnt að tæknifyrirtækið OpenAI muni nýta íslenskt mál í framþróun gervigreindar-mállíkansins GPT-4. Markmiðið er að tryggja sess íslenskunnar í stafrænum heimi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra sem tölum íslensku. Um leið er það gleðiefni að íslenskan verði leiðandi í þróunarstarfi sem miðar að varðveislu allra tungumála, stórra sem smárra.

Ný tækni verður að auka lífsgæði, annars er lítið gagn í henni. Ný tækni þarf líka að styrkja þá sjálfsögðu viðleitni okkar að efla ólík tungumál heimsins, hjálpa okkur að skilja hvert annað og viðhalda fjölbreytni í samfélagi þjóða. Allt þetta getur gervigreindin gert ef rétt er á málum haldið.

Myndin er frá fundi mínum og íslensku sendinefndarinnar með Sam Altman, stofnanda og framkvæmdastjóra Open AI, í San Francisco.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar