• Ljósmyndir/Árni Sæberg
Fréttir | 06. nóv. 2021

Varðskipið Freyja

Forseti flytur ávarp við komu varðskipsins Freyju til heimahafnar á Siglufirði. Skipið lagðist að bryggju í fylgd varðskipsins Týs og björgunarskipsins Sigurvins frá Siglufirði. Auk forseta fluttu ávörp þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar. Þá fór Sigurður Ægisson sóknarprestur með bæn og blessaði skipið. Einar H. Valsson er skipherra Freyju og sýndi forseta skipið ásamt Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslu Íslands. Gestum og gangandi var svo boðið að ganga um Freyju og kynna sér gerð þess og búnað.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar